Thursday, November 27, 2008

Árásin á Mumbai...

Í dag voru gerðar hrikalegar hryðjuverkaárásir í einni stærstu borg Indlands sem heitir Mumbai, en hét áður Bombay og er ein mesta fjármálaborg landsins. Ráðist var á yfir tíu stór skotmörk, allt frá lestum, sjúkrahúsum, veitingahúsum, hótelum til hefðbundinna skrifstofubygginga. Þar af var ráðist á tvö stór hótel, eitt af þeim var Taj Mahal Palace hótelið, þar sem mörgum er enn haldið í gíslingu. Það lítur út fyrir að aðalskotmörkin hafi verið útlendingar, ameríkanar, bretar og gyðingar en flestir af þeim 125 sem nú þegar hafa látið lífið og þeim 275 sem hafa slasast eru heimamenn og almennir ferðalangar.

28/11 uppfærsla: Látnir eru nú komnir í 155 og slasaðir í 327.
2/12 uppfærsla: Látnir eru nú yfir 180 og þar af hátt í 20 útlendingar.

Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem Mumbai hefur orðið fyrir slíkri hryðjuverkaárás. Til að mynda létust 250 manns og 700 slösuðust þegar Dawood Ibrahim olli 13 sprengingum víðsvegar um borgina árið 1993. Sú árás var gerð sem hefnd eftir að moskvan Mosque of Babur var rifin fyrr um árið.

Árið 2006 voru sjö hrikalegar sprengjur sem sprungu í lestakerfi borgarinnar. Þá létust líka yfir 200 manns og yfir 700 slösuðust. Þessi árás var framkvæmd af hópi sem kallast Army of the Righteous (áður Lashkar-e-Taiba en endurnefnt í Jamaat al-Dawat árið 2002) sem eru stærstu íslömsku hryðjuverksamtökin í Asíu og vinna þau út frá Pakistan hluta Kashmirs. Þeirra hafa oft ráðist á Indland og þeirra aðal markmið er að Indverjar láti af yfirráðum sínum yfir Kashmir héraði.

Í framhaldi af árásinni í dag barst fjölmiðlum tölvupóstur þar sem algjörlega óþekktur indverskur hryðjuverkahópur sem kallar sig Deccan Mujahideen lýsir yfir ábyrgð á árásinni. Yfirvöld í Indlandi hafa hins vegar leitt að því líkum að fleiri hryðjuverkahópar hljóti að hafa verið með í ráðum og er þá líklega átt við hópinn Indian Mujahideen, sem hótaði sprengingum í Mumbai í September á þessu ári. En talið er að Indian Mujahideen sé blanda af Lashkar-e-Taiba og SIMI, sem er hópur íslamskra stúdenta á Indlandi.

Talið er að hryðjuverkamennirnir hafi komið á skipi frá Karachi, borg í Pakistan. En ef það reynist rétt að um hryðjuverkahóp frá Pakistan er að ræða gæti það haft alvarlega afleiðingar í för með sér fyrir öll samskipti á milli þessara ríkja.

2/12 uppfærsla: Árásarmennirnir voru bara 10 ungir pakistanar en allir félagar í Lashkar-e-Taiba og þjálfaðir í Pakistan. Forseti Pakistan sagði í ávarpi að þjóðin yrði öll að standa saman í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Pakistanar ákváðu að senda ekki æðsta yfirmann pakistönsku leyniþjónustunnar til að hjálpa indverjum með rannsókn málsins. Svo sögðust bandaríkjamenn hafa varað indverja við hugsanlegri árás á Mumbai og í dag er helkuldi milli nágrannana Indlands og Pakistan.

Annars á ég vin sem býr á Indlandi. Hann býr í Chennai sem er hátt í 2500 kílómetra fjarlægð frá Mumbai, hinum megin á Indlandi, alveg úti við austurströndina. Ég hringdi í hann fyrr í kvöld til að heyra hvernig hann hefði það og hvernig þessar hrikalegu árásir hefðu farið í aðra indverja, þótt þeir væru langt í burtu.

Þegar ég náði í hann sat hann á hóteli Taj keðjunnar í Chennai eins og oft eftir vinnu. Það hafði verið erfitt að komast inn á hótelið í dag þar sem leitað var í bílnum og tóku menn með hriðskotariffla á móti honum og leituðu hann upp og niður. Vinur minn hafði ekki þekkt neinn í Mumbai en þegar inn kom hitti hann margt af þjónustufólkinu og öðru starfsfólki sem augljóslega voru í áfalli, enda sumir nýbúnir að missa bæði vini og samstarfsfélaga.

Þetta hefur kannski alltaf verið svona en mér finnst einhvernveginn eins og síðan hryðjuverkastríð þeirra ameríkana (e. War on Terror) hófst í lok ársins 2001 hafi svona árásir bara aukist. Við heyrum af þessum hópum út um allan heim og þeir gera orðið usla út um allt. Kannski er bara meira af mótspyrnu þegar "við" berjumst meira. Er þetta ekki 3. lögmál Newtons??!??!!??! ...ok, úr því ég er kominn út í svona rugl, þá mætti svo sem nefna 1. lögmálið sem vörn þar sem það segir ekkert breytast ef við gerum ekkert, ekki satt!!?!?!? Nei, bíddu nú við, nú er ég hættur.

Thursday, November 6, 2008

Project Euler, Level 1

I have been playing with Project Euler during late evenings of the last couple of weeks and have now advanced to what they call 'Level 1'. It wasn't difficult at all and it simply means that I have solved the first, easiest, 25 puzzles.

But the puzzles are fun to play with and if you are like me, playing with your computer when you are relaxing and you would like to have some challenge then go do some of these puzzles and relax.

I know you could be working but you can't work ALL the time, can you?

EDIT 8. November 2008

As they are in public domain, I thought I would show you some of the questions:

2. Sum of all even-valued terms in the Fibonacci sequence which do not exceed four million.
3. What is the largest prime factor of the number 600851475143 ?
5. What is the smallest number divisible by each of the numbers 1 to 20?
7. Find the 10001st prime.
10. Calculate the sum of all the primes below two million.
19. How many Sundays fell on the first of the month during the twentieth century?
25. What is the first term in the Fibonacci sequence to contain 1000 digits?
48. Find the last ten digits of 1^1 + 2^2 + ... + 1000^1000.

Like I said, easy but still fun! On to the next level...